Matargerð og matarmenning víðsvegar úr heiminum hefur aldrei verið nær Íslendingum eins og í dag. 1000 Ára Sveitaþorp vill endurspegla forvitni landans og seðja hungur þeirra með spennandi réttum þar sem íslenskar matarhefðir eru framreiddar á nýjan máta. Skræður eru ein af þessum hefðum. Í yfir 100 ár hafa Skræður fyllt vasa kámleitra, klofstuttra, ferstrendra og fjólubláa Þykkbæinga sem snarl við skálaræðum og hvers kyns tækifæri. Gríptu í faxið á tækifærinu og prufaðu Skræður.